Kaffi Hóll

Háskólinn á Akureyri er eins og segir á heimasíðu hans „stærsti háskólinn á landsbyggðinni með sterk tengsl við atvinnulífið og ýmsar stofnanir í þjóðfélaginu, fjölbreytt námsframboð og fjarkennslu.“

Matsmiðjan hefur séð um alla veitingasölu í Háskólanum á Akureyri frá árinu 2000. Frá byrjun árs 2011 fékk starfsemin nafnið Kaffi Hóll og aðstaðan öll uppfærð í ferskari búning. Meðal annars má nefna að Matsmiðjan hefur nú gert samning við Vífilfell og með því er starfsemin komin með faglegan kaffihúsabrag. Nú er í boði að fá sér handlagað kaffi, svo sem espresso eða cappucino úr sérstakri espressovél.

Kaffi Hóll býður upp á heitan mat í hádeginu ásamt súpu og úrvali af léttum réttum. Jafnframt er boðið upp á nýbökuð brauð og kökur, úrvals smurt brauð, mjólkurvörur, gosdrykki, sælgæti ofl.

Kaffi Hóll er opinn alla virka daga:
Mánudaga - fimmtudaga (þegar skólinn er starfandi) frá kl. 08:00 - 15:20
Föstudaga (þegar skólinn er starfandi) frá 08:00 - 14:00
Einnig er opið stakar helgar og er það auglýst sérstaklega.

Þjónustustjóri Kaffi Hóls er Kristín Geirsdóttir.

Kaffi Hóll
Háskólanum á Akureyri
sími: 462-2257
ha@matsmidjan.is