Kaffi Hóll

 Opnum mánudaginn 30. ágúst :-)

Nú er loksins komið að því að taka upp þráðinn og opna dyr Kaffi Hóls aftur með næstu sama sniði og við eigum að venjast - þar sem í boði verður úrval af smurðum samlokum og öðru góðgæti ásamt því sem í boði verður heitur réttur í hádeginu ásamt salatbar :-)

Þá ætlum við að bjóða uppá nýjung - og auka úrval fyrir starfsfólk sem og nemendur í ljósi aukinnar neyslu á grænkerafæði, - þeim sem kjósa þann kostinn stendur til boða að panta grænkerarétt en þeir réttir eru framreiddir í einstaklingsbökkum og þarf að panta daglega fyrir kl 10.00 - allar nánari upplýsingar má nálgast með tölvupósti á matsmidjan@matsmidjan.is eða í síma 462-2200

Matseðil vikunnar má sjá á Kaffi Hól og á heimasíðu okkar www.matsmidjan.is undir Kaffi Hóll HA

Mánudaga til fimmtudagar verður opið frá 8.00 – 15.00 en á föstudögum verður opið 8.00-14.00 - afgreiðsla á hádegismat verður á milli 11.30-13.00

Minnum á afsláttarkortin okkar sem kaupa má á Kaffi Hóli sem gefur enn betri verð á veitingum okkar :-)

Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá okkur á Kaffi Hól, með tölvupósti á ha@matsmidjan.is eða í síma 462-2257

Hlökkum til að sjá ykkur – bestu kveðjur,

-       starfsfólk Kaffi Hóls og Matsmiðjunnar