Matsmiðjan
Matsmiðjan hóf starfsemi sína í júní 2017. Fyrirtækið varð til við samruna veislu- og fyrirtækjaþjónustu Kaffi Torgs og Lostætis-Norðurlystar og byggir því á áratuga reynslu á sínu sviði.
Matsmiðjan býður upp á ýmsar þjónustuleiðir á Akureyri og nágrenni:
Fyrirtækjaþjónustan felur í sér nokkrar útfærslur:
- Daglegar pantanir: Starfsmenn fyrirtækja panta af matseðli dagsins og er maturinn afhentur í einstaklingsbökkum
- Matur fyrir stærri hópa: Við komum með matinn í stórum einingum í fyrirtækið
- Hádegisþjónusta: Við setjum upp hlaðborð í fyrirtækjum og fylgjum því eftir með umsjón og frágangi
- Rekstur mötuneyta – heildarumsjón: Matsmiðjan er verktaki og rekur mötuneyti með fullri umsjón og mönnun á staðnum
Í dag sjáum við m.a. um rekstur eftirfarandi mötuneyta:
- KAFFI HÓLL er mötuneyti og kaffihús í Háskólanum á Akureyri
- MÖTUNEYTI VMA er starfrækt í Verkmenntaskólanum á Akureyri
Veisluþjónustan hefur fagmennsku og fjölbreytni að leiðarljósi. Við bjóðum upp á veislur fyrir öll tækifæri. Brauð, kökur eða ávextir á fundinn, snittur í móttökuna, litlar veislur, stórar veislur, hluti af veitingum í veisluna. Þið bara nefnið það og við gerum ykkur tilboð.
Ávaxtakörfur og ávaxtabakkar eru tilvalin fyrir fyrirtæki sem vilja bjóða starfsmönnum sínum upp á hollustu.
- Karfan er samsett úr fjórum til fimm tegundum af ferskum ávöxtum
- Bakkinn er samsettur úr fjórum til fimm tegundum af ferskum niðurskornum ávöxtum
Framleiðsueldhús og skrifstofa Matsmiðjunnar er staðsett að Fjölnisgötu 1b.
Skrifstofan er opin alla virka daga frá 8:00 til 16:00. Beint símanúmer á skrifstofuna er 462-2200 og netfangið er matsmidjan@matsmidjan.is