Matsmiðjan

Matsmiðjan hóf starfsemi sína í júní 2017. Fyrirtækið varð til við samruna veislu- og fyrirtækjaþjónustu Kaffi Torgs og Lostætis-Norðurlystar og byggir því á áratuga reynslu á sínu sviði.

 

Matsmiðjan býður upp á ýmsar þjónustuleiðir á Akureyri og nágrenni:

Fyrirtækjaþjónustan felur í sér nokkrar útfærslur:

  1. Daglegar pantanir: Starfsmenn fyrirtækja panta af matseðli dagsins og er maturinn afhentur í einstaklingsbökkum
  2. Matur fyrir stærri hópa: Við komum með matinn í stórum einingum í fyrirtækið
  3. Hádegisþjónusta: Við setjum upp hlaðborð í fyrirtækjum og fylgjum því eftir með umsjón og frágangi
  4. Rekstur mötuneyta – heildarumsjón: Matsmiðjan er verktaki og rekur mötuneyti með fullri umsjón og mönnun á staðnum