Framleiðslueldhús
Aðal framleiðslueldhús Matsmiðjunnar er í Fjölnisgötu 1b.
Starfsemin skiptist í heitt og kalt eldhús.
Heita eldhúsið sér um alla framleiðslu, pökkun og frágang á heitum réttum fyrir allar útfærslur á þjónustu, hvort sem um er að ræða einstaklingsbakka eða stærri sendingar. Stærri sendingarnar fara ýmist á hlaðborð í fyrirtækjum eða út í mötuneytin sem Matsmiðjan rekur. Í heita eldhúsi eru einnig útbúnir allir heitir réttir fyrir veislur.
Kalda eldhúsið sér um alla framleiðslu, pökkun og frágang á köldum réttum. Þ.e. alla kalda rétti sem fara í einstaklingsbakka, veitingar á hlaðborð í fyrirtækjum, brauð, salöt o.fl. sem tilheyrir í daglegri þjónustu.
Í kalda elhúsinu eru jafnframt gerð ávaxta-, grænmetis-, pasta og kjúlingabox, ásamt tortillum sem seld eru í mötuneytunum okkar. Kalda eldhúsið hefur einnig umsjón með Ávaxtalandi og sér um allar snittur og smárétti fyrir veisluþjónustuna.