Kaffitería VMA

Matsmiðjan hefur séð um rekstur kaffiteríu VMA síðan haustið 2005.Við leggjum áherslu á að koma til móts við þarfir og áhuga sem flestra í hinum víðtæka hópi nemenda og kennara VMA. Hollusta, fjölbreytni og þjónustulund eru kjörorðin sem starfsemin byggist á.

Matsmiðjan sér bæði um að setja upp hlaðborð fyrir starfsmenn skólans í mötuneyti þeirra ásamt því að reka kaffiteríuna í Gryfjunni fyrir nemendur og gesti skólans.

Þann 18. september 2011 opnaði skólinn formlega verkefnið "Heilsueflandi framhaldsskóli". Í kjölfarið urðu miklar áherslubreytingar á veitingum í mötuneytinu og í dag er einungis boðið upp á þær vörur sem samþykktar eru af landlæknisembættinu og Lýðheilsustöð. Lesa má meira um verkefnið á heimasíðu landlæknisembættisins.

Alla daga bjóðum við upp á hollan og góðan heitan mat í hádeginu, ásamt ýmsum léttum réttum s.s. 
nýbökuðu brauði, smurðum samlokum, mjólkurvörum o.fl. góðgæti.

Í kjölfar verkefnisins fór Matsmiðjan að bjóða nemendum upp á afar hagkvæma leið, þ.e. annarkort sem gilda fyrir heitan mat í hádeginu alla virka daga sem mötuneytið er opið. Kortið er á kostakjörum en frekari upplýsingar um kortið og önnur áskriftarkort má kynna sér hér til hliðar undir áskriftarkort.

Kaffiterían VMA er opin alla virka daga:
Mánudaga - fimmtudaga (þegar skólinn er starfandi) frá kl. 07:50 - 15:00
Föstudaga (þegar skólinn er starfandi) frá 07:50 - 13:10

Þjónustustjóri Kaffiteríu VMA er Anna Borg Elsudóttir.

Kaffitería VMA
Verkmenntaskólanum á Akureyri
sími: 462-2269
vma@matsmidjan.is