Skilmálar annar- og áskriftarkorta

Skilmálar annar- og áskriftarkorta:

Kaupandi: Sá aðili sem kaupir annar- og áskriftarkortið
Útgefandi: Matsmiðjan ehf. er útgefandi kortanna

Með kaupum og fyrstu notkun annar- og áskriftarkortsins er kaupandi að samþykkja eftirfarandi skilmála.

 1. Annar- og áskriftarkortið er í eigu Matsmiðjunnar ehf. og er inneignarkort

 2. Handhafi skal skrifa nafn sitt á kortið fyrir fyrstu notkun

 3. Aðeins kaupandi kortsins má notað það og telst það til kortamisnotkunar ef annar aðili hyggst greiða með því. Ef slíkt kemur upp hefur söluaðili fullt leyfi til að gera kortið upptækt.
  Afgreiðslufólk söluaðila mun bera saman undirskrift á kortinu við nafn notanda þess.

 4. Æskilegt er að korthafi fylgist með inneign sinni ef um skiptakort er að ræða. Upplýsingar fást í afgreiðslu kaffiteríu VMA

 5. Ekki er hægt að millifæra inneignir á annað áskriftarkort

 6. Áskriftarkort eru ekki endurgreidd nema í undantekningartilfellum þegar um veikindi eða önnur óvænt áföll ræðir og þá gegn staðfestingu frá VMA. Þá mun eins og síðastliðnar 3 annir verða tekið tillit til Covidaðgerða og inneignir vegna lokunardaga, ef til kæmi, fluttar að hluta milli anna. Eftir 1. nóvember og 1. apríl eru annarkort ekki endurgreidd.

 7. Korthafi skal tilkynna glatað kort til Matsmiðjunnar í síma: 462-2200 svo hægt sé að loka fyrir frekari notkun kortsins

 8. Korthafi ber alla ábyrgð á innistæðu kortsins þangað til það er tilkynnt glatað

 9. Ef kortið glatast greiðir handhafi 1.000 kr. fyrir nýtt kort og millifærslu inneignar

 

ALMENNT:
Matsmiðjan ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

VERÐ, SKATTAR OG GJÖLD:
Verð geta breyst án fyrirvara. Öll verð eru með VSK og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Matsmiðjan ehf. áskilur sér rétt til að breyta verðum fyrirvaralaust.

TRÚNAÐUR:
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

EIGNARRÉTTARFYRIRVARI:
Hið selda er eign seljanda þar til varan er að fullu greidd og greiðsla borist. Ef greiðslu er skipt í þrennt ber kaupanda að standa við samninga og klára að greiða. Ef greiðslusamningi er ekki fylgt eftir áskilur Matsmiðjan ehf. sér rétt til þess að loka á annar- áskriftarkort og/eða hefja frekari innheimtuaðgerðir með tilheyrandi kostnaði.

Skilmálar þessir eru verslunarskilmálar hjá Matsmiðjunni ehf., vegna kaupa á annar- og áskriftarkortum og tóku gildi þann 1. ágúst 2011.

Skilmálar þessir teljast samþykktir af hálfu viðskiptavinar(kaupanda) þegar viðskipti hafa átt sér stað á milli kaupanda og seljanda (Matsmiðjunnar ehf.)